7.bekkingar fræðast um Mjóafjörð

Allir nemendur í 7.bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar fóru í fræðslu- og skemmtiferð til Mjóafjarðar.

Nemendur fóru í siglingu með áætlunarbátnum Björgvin yfir að Reykjum þar sem fuglalíf var skoðað og klettavör sem nýtt var sem lendingarstaður. Nemendur fengu einnig fræðslu um staðinn og sögu hans og fóru í heimsókn í fiskverkun  Ernu Ólafar Ólafsdóttur og Sævars Egilssonar þar sem þau fengu fræðslu um verkunina.

Krakkarnir komu glöð og sæl heim eftir frábæra ferð.

Sjá nánar á heimsíðu Fjarðabyggðar.