9. bekkingar skoða mús

Á dögunum fannst dauð mús fyrir utan skólann. Raggi líffræðikennari skoðaði músina gaumgæfilega í líffræðitíma hjá 9. bekk með hjálp tölvusmásjár.

Fyrir utan það hversu spennandi var að skoða músina fundust ýmis smádýr á henni með hjálp smásjárinnar, s.s. fló, mítill og agnarsmátt smádýr sem hugsanlega er lús. Krakkarnir voru mjög spenntir fyrir þessu enda mjög áhugavert að fá að upplifa líffræðina á þennan hátt. 

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá fló.