Amerískur fótbolti 12. maí 2022

Þann 12 maí síðastliðin kepptu krakkar úr 8.-10. bekk í fánafótbolta (e. flag football) af amerískum sið. Öllu var tiltjaldað og fengum við sérlega aðstoð frá vallarstarfsmönnum og sundlaug (og færum við þeim bestu þakkir). Eskjuvöllur var merktur eftir kúnstarinnar reglum og liðin klár.

Nafngiftin í þjóðlegra lagi; Urðakettirnir á móti Fjörulöllunum. Urðakettirnir höfðu sér til halds og traust hinn reynslumikla þjálfara Halldór Bjarneyjarson sem fyrir leikinn sagðist „hafa horft á Superbowl síðastliðin ár.“ Fjörulallarnir undir stjórn Jóhann „Valla“ Davíðssyni.

 Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í síðasta kerfinu. Fjörulallarnir höfðu verið með yfirhöndina allan leikinn og leiddu leikinn nánast allan tímann. Í lok leiks náðu Urðarkettirnrir að stela sigrinum með glæsilegu snertimarki þegar Nojus Rinkevicius greip boltann eftir sendingu frá Davíð Valgeirssyni. Brjáluð fagnaðarlæti brutust út meðal aðdáenda Urðarkattanna og þrátt fyrir kröftug (en góðlátleg) mótmæli Valla um að tíminn hefði verið úti flautaði Heiðar Högni dómari leikinn af.

              Heilt yfir góð skemmtun.

Myndir frá viðburðinum er hér.