Árshátíð 6. - 10. bekkjar

Afhending til nemenda sem skreytt hafa skólalífið.
Afhending til nemenda sem skreytt hafa skólalífið.

Nemendur 6. - 10. bekkjar héldu árshátíð sína fimmtudaginn 5. mars. Skemmtunin var mjög vel heppnuð og allir skemmtu sér hið besta. Hver bekkur sýndi frumlegt og skemmtilegt atriði og nemendaráð hafði líka útbúið mydband þar sem skólalífinu var gert skil. Nemendur snæddu hátíðarkvöldverð og hápunktur kvöldsins var svo annáll skólans og afhending viðurkenninga til nemenda sem höfðu gert garðinn frægan á einhvern hátt í skólastarfinu í vetur. Þetta var velheppnuð árshátíð að öllu leyti og nemendum til sóma.