Árshátíð á morgun

Líkt og venjulega eru frábær skemmtiatriði og góður matur það sem einkennir árshátíðina. Hver bekkur hefur undirbúið sitt skemmtiatriði en auk þess er annáll, atriði frá stjórn nemendafélagsins og hin sígilda söngvarakeppni en þar hefur mörg eskfirsk stórstjarnan uppgötvast. 

Það eru nokkur atriði sem þarf að muna fyrir morgundaginn:

*  Skemmtunin hefst kl. 18:30 og ætti að vera lokið í síðasta lagi kl. 22:00  
*  Aðgangseyrir er kr. 1500 og er hátíðarmatur + gos + skemmtun innifalin í verðinu.  
*  Munið snyrtilegan og viðeigandi klæðnað
*  Gengið inn um aðalinngang skólans
*  Gleymið ekki góða skapinu heima
*  Það er frí hjá nemendum í 6. og 7. bekk í fyrsta tíma á föstudaginn þannig að allir nemendur í 6.-10. bekk mæta kl. 9:00 í skólann.

Dagurinn á morgun verður frábær!