Baráttudagur gegn einelti

Í dag 8.nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Grænn er litur verndarans á eineltishringnum og þess vegna voru nemendur og starfsmenn hvattir til að klæðast einhverju grænu í tilefni dagsins. Vendarinn er á móti einelti og reynir að hjálpa þolendum og þykir liturinn styðja við áætlunina gegn einelti. Meginmarkmið þessa dags, er að stuðla að jákvæðri umræðu og koma vel fram við náungan. Í dag var lögð áhersla á að vinna gegn einelti og vera vinir. Nemendur fóru í hópefli, ratleik, fræðslu, kahoot, þrautir og söngstund. Auk þess föndruðu allir nemendur í skólanum lauf með jákvæðum skilaboðum sem hengd voru á vinartré í matsal skólans. Í lok dags sameinuðust nemendur í söng í salnum og sungu ljóðið Ekkert einelti sem Guðmann kennari Þorvaldsson samdi við lagið Furðuverk. 

Sjá myndir frá deginum.

 

Ekkert einelti 
Ekkert einelti, forðumst einelti,
því það skemmir allt.
Bönnum einelti, hættum einelti,
því það skemmir allt.
 
Að ljúga upp á aðra og útiloka þá,
er ömurlegur siður, sem við höldum okkur frá.
Að stríða, slá og uppnefna er ótrúlega ljótt
það endar alltaf illa, - svo hættum því nú fljótt.
 
Nei, ekkert einelti, forðumst einelti,
því það skemmir allt.
Bönnum einelti, hættum einelti,
því það skemmir allt.
 
Ég á marga góða vini og mikilvægt það tel
að muna eftir því að láta öllum líða vel.
Í skólanum við getum unnið saman, öll á ný,
þá einelti mun hverfa, finnum gleðina í því.
 
Nei, ekkert einelti, forðumst einelti,
því það skemmir allt.
Bönnum einelti, hættum einelti,
því það skemmir allt.