Blakfjör hjá elsta stiginu

Föstudaginn 23. apríl fjölmenntu nemendur 8. – 10. bekkjar í íþróttahúsið í sannkallað blakfjör undir stjórn Valla íþróttakennara. Það var mikil stemning hjá krökkunum þegar fyrsta blakmót nemenda fór fram. Gleðin tók öll völd og greinilegt var að það var meira virði að hafa gaman og gera sitt besta en að vinna leiki. Það voru lið frá hverjum bekk og hinir nemendur peppuðu hver annan til góðra verka. Nemendur 10. bekkjar stóðu uppi sem sigurvegarar að þessu sinni en þeir fengu verðuga keppni frá hinum bekkjunum. Það er allir sammála um þessi blakstund hefði tekist með afbrigðum vel og krafan hávær að endurtaka hana sem fyrst.