Börn hjálpa börnum

Nemendur 5. bekkjar gengu þá í hús og söfnuðu peningum hjá bæjarbúum fyrir ABC barnahjálp, til styrktar fátækum börnum í Afríku og Asíu. Söfnunin er ómetanleg fyrir starfsemi ABC barnahjálpar. Á síðasta ári var byggð ný skólabygging í Kenýa fyrir peningana sem söfnuðust þá. 

Þegar nemendur komu með baukana að lokinni söfnun voru þeir níðþungir. Umsjónarkennari þeirra, Kristjana Guðmundsdóttir, fór með baukana í bankann og þá kom í ljós að alls höfðu nemendur safnað 84.620. Glæsilegt framtak!

Í dag fengu nemendur viðurkenningarskjöl fyrir árangurinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd