BRAS - smiðjudagur fyrir nemendur 7. - 10. bekkjar

Miðvikudaginn 4. september var nemendum 7. - 10. bekkjar boðið upp á smiðjuveislu í skólanum undir nafni BRAS. Fjölbreytnin var mikil og margar listgreinar í boði. Smiðjurnar voru alls sex talsins og völdu nemendur sér þrjár þeirra til að vinna við. Kennarar í smiðjunum koma víða að. Smiðjurnar voru þessar : Leiklist undir stjórn Benedikts Gröndal, Raftónlist undir stjórn Vinny Vamos, Videolist undir stjórn Ara Allanssonar, Íþróttalist sem Eyrún Ævarsdóttirr sá um, Ritlist undir stjórn Viktoríu Blöndal og Myndlist undir stjórn Önnu Bjarnadóttur.
Dagurinn tókst mjög vel og voru nemendur vel með á nótunum og lögðu sig vel fram.