Bubbi fékk upptöku frá árinu 1983

Dagný Jónsdóttir, fyrrum nemandi við Grunnskóla Eskifjarðar, afhenti Bubba upptökuna.
Dagný Jónsdóttir, fyrrum nemandi við Grunnskóla Eskifjarðar, afhenti Bubba upptökuna.

Bubbi Morthens fékk á dögunum afhenta upptöku af tónleikum hans á jólabingói á unglingastigi í Grunnskóla Eskifjarðar frá árinu 1983. Hann ræddi við nemendur og kennara á milli laga um einelti og samkynhneigð og verður að segjast að þessi 36 ára gömlu ummæli hans eigi erindi í dag: „Okkur þykir ekki gott þegar við verðum fyrir sársauka á sálinni og manni getur liðið illa. Hommarnir hafa hjarta og sál og verða ástfangnir eins og við hin. Ekki okkar mannanna að dæma,“ sagði Bubbi í Eskifjarðarskóla árið 1983 áður en hann tók lagið Strákarnir á Borginni.