Síðastliðinn föstudag, 24. október, héldum við upp á Daga myrkurs í Eskifjarðarskóla. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum í tilefni dagsins. Margir bekkir tóku þátt í að skreyta stofurnar með hryllilegum skreytingum – og þá sérstaklega hurðir bekkjarstofanna.
Bæjarbúum gafst tækifæri til að taka þátt í leiknum og kjósa flottustu hurðina á 2. og 3. hæð. Með atkvæðinu fylgdi stuttur rökstuðningur þar sem þátttakendur útskýrðu hvers vegna sú hurð var valin.
Alls tóku 92 manns þátt í kosningunni og þökkum við þeim kærlega fyrir þátttökuna og áhugann.
Á 2. hæð stóðu 2.–3. bekkur uppi sem sigurvegarar, en á 3. hæð bar 7. bekkur sigur úr býtum eftir harða og jafna keppni.
Hægt er að sjá myndir frá deginum hér.



|
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is