Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í gær. Deginum er fagnað víðsvegar um landið en dagurinn er einnig upphaf stóru upplestrarkeppnininnar sem 7. bekkur í Eskifjarðarskóla tekur þátt í.  Allir bekkir hittust inn í sal þar sem Sonja umsjónarkennari 7. bekkjar fræddi nemendur um Jónas Hallgrímsson. Nemendur 6. og 7. bekkjar nýttu tækifærið og  lásu ljóðið Orð eftir Þórarinn Eldjárn. Í lokin sungu nemendur og starfsfólk lagið ,,Á Íslandi má alltaf finna svar".