Dagur íslenskrar tungu

Við héldum hátíð í salnum okkar föstudaginn 21. nóvember, og tilefnið var Dagur íslenskrar tungu. Þessi ágæti dagur er haldinn til heiðurs okkar ástsæla ljóðskáldi, náttúrufræðingi og nýyrðasmið, Jónasi Hallgrímssyni sem fæddist þann 16. nóvember árið 1807.

 

Nemendur skólans höfðu æft upplestur ljóða, ævintýra og sagna. Lesið var úr nýjum barna- og unglingabókum sem vakið gætu áhuga krakkana í skólanum. Við sungum lagið: Á íslensku má alltaf finna svar. Með því var minnt á hve málið okkar býr yfir miklum möguleikum á sviði nýyrða og blæbrigða.

 

Auk nemenda 6. bekkjar settu María, Nicolas, Tómas, Óttar, Sara, Úlfur, Hákon, Snjólaug, Anney, Gísli og Baltasar svip sinn á hátíðina með fallegum upplestri. Kennarinn Friðrik Á. Þorvaldsson hélt utan um dagskrána. Við þökkum nemendum sérstaklega fyrir þeirra framlag til hátíðarinnar.

 

Dagur íslenskrar tungu er dagur sem ætíð þarf að vekja athygli á og vinna með. Þann dag hefja líka nemendur 7. bekkjar undirbúning sinn fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin er árlega í skólum landsins.


Hægt er að skoða myndir frá hádeginu hér.