Fyrirkomulag öskudagsins í Eskifjarðarskóla 2022

Kennarar, stjórnendur og starfsmenn í Eskifjarðarskóla höfum tekið ákvörðun um að nemendur 1.-10. bekkjar fara ekki út í bæ að syngja en skemmta sér þess í stað í skólanum í alls konar hópastarfi og leikjum.

Vegna fjölda smita í samfélaginu okkar hafa nokkur fyrirtæki og stofnanir haft samband við okkur og óskað eftir því að börnin komi ekki til þeirra vegna viðkvæmrar stöðu innan þeirra fyrirtækis. Í ljósi þessara óska tókum við þessa ákvörðun.
Ef fyrirtæki í bænum og stofnanir í Fjarðabyggð vilja senda nemendum nammi og ýmiskonar góðgæti tökum við fagnandi á móti því og vitum að börnin verða virkilega ánægð með það. Hægt er að koma með glaðninginn til okkar í skólann og starfsmenn taka á móti því. 

Dagskrá öskudagins í Eskifjarðarskóla er að finna hér fyrir neðan.

Elsta stig

08:00 –10:00 

Kennsla

10:00 – 10:20

Frímínútur + búningar

10:20 – 11:40

Stigið allt saman – bingó + söngur + ca 10 nemendur hjálpa til við andlitsmálun á yngsta og miðstigi

11:40 – 12:10

Hádegismatur + frímínútur

12:10 – 13:00

Kötturinn sleginn úr tunnunni vestan megin í íþróttahúsinu + viðurkenningar fyrir búninga+ nammigjöfin

13:00 

Heimferð

 

Miðstig

08:00 – 10:00

Kennsla

10:00 – 10:20

Frímínútur

10:20 – 11:40

Miðstigið verður með flæði milli stofa og í salnum

11:40 – 12:10

Hádegismatur og frímínútur

12:10 – 13:00

Kötturinn sleginn úr tunnunni austan megin í íþróttahúsinu + viðurkenningar fyrir búninga + nammigjöfin

13:00

Heimferð

 

Yngsta stig

08:00 – 09:20

Kennsla 

09:20 – 09:40

Frímímútur

09:40 – 10:15

Flæði á stiginu, eldri nemendur aðstoða við andlitsmálun á yngsta og miðstigi

10:30 – 11:00

Kötturinn sleginn úr tunnunni

11:00 – 11:20

Hádegismatur

11.20 – 11:40

Frímínútur

11:40 – 12:45

Knellan eftir frímínútur + nammigjöfin

13:00 

Dvölin/Heimferð