Fyrsti vordagur - miðvikudagur

Flottir strákar af miðstiginu ánægðir með verk sitt.
Flottir strákar af miðstiginu ánægðir með verk sitt.

Það lék við okkur veðrið á fyrsta vordeginum, margt í gangi á öllum stigum og nemendur fengu góða skemmtun, útiveru, þrautir og nóg af súrefni í lungun. Nemendur á elsta stigi fóru á hjólum út á sveitina og á leiðinni leystu þeir ýmsar þrautir, keppnin var hörð milli hópa en gleðin þó í fyrirrúmi. Á miðstiginu unnu krakkarnir í smiðjum og skemmtu sér vel við allt sem þar var boðið upp á. Yngstu börnin gengu eftir göngustíg ofan byggðar alla leið út á Móeyri þar sem leikir og fjör beið þeirra. Flottur dagur hjá öllum og morgundagurinn verður ekki síðri.