Geðlestin og Emmsjé Gauti í Eskifjarðarskóla

Emmsjé Gauti
Emmsjé Gauti

Nemendur Eskifjarðarskóla fengu frábæra heimsókn í gær frá Geðlestinni.

Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvind og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er styrkt af félags- og heilbrigðisráðuneytunum.

Allar nánari upplýsingar um geðlestina er að finna hér.

Að lokinni geðfræðslu var öllum nemendum skólans boðið á tónleika með Emmsjé Gauta. Þetta vakti mikla lukku og krakkarnir alsæl með tónleikana. Við þökkum Geðlestinni og Emmsjé Gauta kærlega fyrir komuna til okkar. 

Fleiri myndir er að finna hér.