Gestir frá Lettlandi

 

Í síðustu viku fengum við í heimsókn gesti frá Krotes Skola í Lettlandi, var þar um að ræða sex nemendur og þrjá kennara. Tilefnið var að endurgjalda heimsókn sem farin var með 9. bekk árið 2019 en verkefnið er styrkt af Nord Plus sjóðnum.

Lettarnir fóru meðal annars í heimsókn í VA, heimsóttu náttúrugripasafnið og sundlaugina í Neskaupsstað, fóru í kynningu og siglingu með Löxum, sundlaugina á Eskifirði, fengu að prufa rafíþrótta aðstöðuna, pílukasts aðstöðuna, skoðuðu sjóminjasafnið sem og að nemendum var boðið í mat hjá eskfiskum fjölskyldum.

Allt heppnaðist einstaklega vel og voru það glaðir og ánægðir gestir sem yfirgáfu Austulandið á sl. sunnudag.

 Hópurinn við Eskifjarðarskóla

kynning

Hópurinn heldur kynningu fyrir nemendur 8.-10.b í Eskifjarðarskóla

kynning 2

Hópurinn fékk gjöf frá Fjarðabyggð. Þóroddur Helgason fræðslustjóri Fjarðabyggðar afhendir gjöfina.