Gjöf sem styrkir skólastarf í Eskifjarðarskóla

Kristjana Guðmundsdóttir umsjónarkennari 1. bekkar skólaárið 2022 - 2023 sótti um styrk til Eskju fyrir bekkjarsetti af Ipödum, hulstrum og heyrnartólum. Þar með eru nemendur 1. bekkjar með einn ipad og heyrnartól hver nemandi sem er frábær styrkur fyrir skólastarf í því tæknisamfélagi sem við búum í. 

Við þökkum Eskju kærlega fyrir þessa frábæru gjöf. 

Meðfylgjandi er mynd frá afhendingu ipdanna, hulstranna og heyrnartólanna. 

Á myndinni eru Kristjana Guðmundsdóttir umsjónarkennari 1. bekkjar, Sigrún Ísaksdóttir, skrifstofustjóri Eskju, Sigrún Traustadóttir skólastjóri og Jóhanna Guðnadóttir aðstoðarskólastjóri. 

Ipadar styrkur frá Eskju