Gleðileg jól

Litlu jólin voru haldin með óhefðbundnum hætti í dag 17.desember. Krakkarnir á yngsta stigi þreyttu fjölbreytt jólaverkefni og horfðu saman á bíómynd. Kunnulegir rauðir kallar kíktu til okkar en létu það duga að kíkja á gluggann að þessu sinni eins og bróðir þeirra Gluggagægir er þekktur fyrir. Stofujólin voru með hefðbundnu sniði á mið- og elsta stigi þar sem nemendur höfðu það notalegt í jólanáttfötum og spiluðu spil eða horfðu á mynd. 

Í lokin óskum við nemendum, starfsfólki, foreldrum og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.