Heimsókn slökkviliðsins í 3. og 4. bekk Eskifjarðarskóla

Þriðjudaginn 6. desember fengu 3. og 4. bekkur Eskifjarðarskóla góða heimsókn frá slökkviliði Fjarðabyggðar.

Börnin fræddust m.a. um eldvarnir heimilisins, rétt viðbrögð þegar eldur kviknar og störf slökkviliðsmanna.

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) fer fram um þessar mundir. Þá fara slökkviliðsmenn og heimsækja börn í 3. bekk í öllum grunnskólum landsins og fræða þau um eldvarnir. Vegna Covid fékk 4. bekkur ekki heimsókn í fyrra og því var þeim boðið með í ár. 

Nemendur fá eintak af handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Í fyrsta sinn fá þau líka að sjá nýja teiknimynd um Loga og Glóð og baráttu þeirra við Brennu-Varg. Börnunum býðst svo að taka þátt í Eldvarnagetrauninni, Þau sem verða dregin úr pottinum fá afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar næstkomandi. 

Lesa má meira um þetta átak á heimasíðu Landsambandsins https://www.lsos.is/eldvarnaratakid 

Sjá myndir hér: