Íþróttadagur Fjarðabyggðar 30. janúar

Hraustlega tekist á í fílabótbolta
Hraustlega tekist á í fílabótbolta

Íþróttadagur Fjarðabyggðar var haldinn fimmtudaginn 30. janúar. Það kom í okkar hlut að vera gestgjafar þetta árið. Hér komu saman um 250 unglingar í 7. - 10. bekk í Fjarðabyggð og margt var gert til skemmtunar. Nemendur fóru milli stöðva, kepptu í ýmsum skemmtilegum íþróttagreinum en aðal málið er þó alltaf að nemendur kynnist aðeins betur, nauðsynlegt að þjappa þeim saman. Dagurinn tókst mjög vel og vonandi hafa nemendur bæði haft gagn og gaman af því sem fram fór.