Jóladagar í Eskifjarðarskóla

Litlu jólin voru haldin mánudaginn 18. des. með hefðbundnum hætti og enduðu nemendur daginn á að dansa í kringum jólatréið ásamt góðum gestum sem komu færandi hendi með smá gjöf handa öllum. 

Jólaþemadagar voru haldnir dagana 19. og 20. desember þar sem nemendur unnu í hópum við ýmiskonar jólaföndur, bakstur og konfektgerð. 

Þemadögum lauk svo í dag þar sem yngsta stigið horfði saman á jólamynd í salnum en frá og með 21. desember er skólinn kominn í jólafrí til 3. janúar. 

Starfsfólk Eskifjarðarskóla sendir nemendum og foreldrum bestu jóla og nýjárskveðjur og látum fylgja hér með jólakveðju sem unglingastigið okkar gerði. 

Elsta stigið útbjó frábæra jólakveðju sem við viljum láta fylgja. Myndbandið má sjá hér.

 Myndir frá dögunum okkar eru í þessu albúmi.