Jólahúfudagur

Í dag stóð nemendafélagið fyrir jólahúfudegi. Töluverður fjöldi úr hópi nemenda og starfsmanna tók þátt í deginum og mætti í skólann með jólahúfu á höfði. Þetta setti svo sannarlega svip á skólastarfið í dag og mikil jólastemning var. Virkilega skemmtilegt framtak sem verður vonandi endurtekið á næsta ári.

Á myndinni má sjá nemendur 5. bekkjar ásamt umsjónarkennara sínum.