Jólasleði í Eskifjarðarskóla

Við í Eskifjarðarskóla fengum heldur betur flottan sleða sem verður í alrými skólans á miðhæðinni í desember 2022. 

Sleðinn er farand-sleði þar og hugmyndin er að hann fari á milli grunnskóla Fjarðabyggðar og verði í desember ár hvert í einum af skólunum til sýnis. Í fyrra var hann í Nesskóla og í ár fáum við í Eskifjarðarskóla að njóta hans. 

Sleðinn er gjöf til Grunnskóla Fjarðabyggðar. Hann var smíðaður í VA í samstarfi við FabLab Austurlands. 

 

sleði1

sleði2

sleði3