Jólasveinalestur í skólanum

Nemendur í 1.-6. bekk söfnuðu sér jólasveinum sem Rúna á bókasafninu hafði útbúið. Nemendur fengu einn jólasvein fyrir að ljúka einni bók eða fyrir hverjar 100 blaðsíður í þykkri bók. Þeir voru ætlaðir til hvatningar og nemendur gátu safnað ólíkum jólasveinum.

Átakið stóð í rétt rúmar 2 vikur. Það sló rækilega í gegn og krakkarnir náðu frábærum árangri. Rúna bjó til 380-390 jólasveina og þeir eru nánast allir búnir. 

Á myndinni má sjá mynd af jólasveinunum sem nemendur söfnuðu.