Kjötdagar í heimilisfræðismiðjum og heimilisfræðivali

Líkt og undanfarin ár hefur skólinn notið góðst af hinni miklu gjafmildi heiðurshjónanna Heiðbergs Hjelm og Sjafnar Gunnarsdóttur á Útstekk. Þau hafa um árabil gefið kjöt sem er ómetanlegt í heimilisfræðikennslunni. Í haust fékk skólinn kindaskrokka.

Nemendur byrjuðu dagana á því að afþýða frystikistuna og fyrstiskápinn. Eftir það hófust nemendur handa við að vinna kjötið. Nemendur hafa ekki bara lært að elda kjötið heldur meðhöndlun þess. Kristín Lukka hefur kennt þeim að úrbeina, hakka, skera og pakka kjöti ásamt því að kenna þeim hvað hlutarnir heita. Úr slögunum unnu nemendur kjötfars og bjúgu en í þau var bætt hangikjöti til þess að þurfa ekki að reykja þau.

Eskifjarðarskóla áskotnuðust lambaslög og kjötbita  og úr því var búin til kæfa sem frístundaheimilið Dvölin ætlar að nýta sér í vetur.

 

Á myndunum í þessu albúmi má sjá nemendur að vinna kjötið frá Útstekk. 

Við þökkum Heiðberg og Sjöfn enn og aftur kærlega fyrir.