Kvennaverkfall 23. október 2023

Þann 24. október er búið að hvetja konur og kvár til að leggja launaða og ólaunaða vinnu allan daginn eins og konur gerðu þegar fyrst var boðað til Kvennafrís árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.

 

Í Eskifjarðarskóla hafa allar konur ákveðið að leggja niður störf þennan dag. Skólastarf og frístund Eskifjarðarskóla fellur því niður þriðjudaginn 24.október.  Við hvetjum feður, afa, frændur og fjölskylduvini til að taka börnin með í vinnuna þennan dag eða hafa þau heima til að konur og kvár í Fjarðabyggð geta tekið þátt í þessum degi.

 

Við biðjum foreldra sem sinna nauðsynlegri almannaþjónustu eins og þeir sem sinna fyrstu hjálp, slökkvilið, sjúkrabílar, heilsugæsla og lögreglan til að láta Jóhönnu Guðnadóttur aðstoðarskólastjóra vita í tölvupósti ef þeir eru í vandræðum og það er skoðað hvort hægt sé að koma til móts við þá.