Eskifjarðarskóli ætlar að taka upp nýtt smáforrit til að halda utan um heimalesturinn hjá öllum bekkjum í skólanum eftir áramót og þá detta lestrarmiðarnir út. Við ætlum að taka prufukeyrslu á forritinu í lestrarspretti 3. nóvember - 24. nóvember.
Forritið var kynnt á foreldraþingi í dag, 22. október. Við hvetjum foreldra og forsjáraðila til að ná í appið og skrá börnin sem fyrst. Það er sérstakur kóði fyrir hvern bekk og kóðinn hefur verið sendur sér í tölvupósti til foreldra.
Markmiðið með upptöku þess er einfalda skráningu heimalesturs, auka yfirsýn yfir framvindu nemenda og stuðla að bættri lestrarþjálfun. Við erum að vona að smáforritið verði hvatning til aukins lesturs en forritið býður upp á skemmtilegar nýjungar og bókahillu. Það safnar meðal annars þeim bókum sem nemendur lesa í rafræna bókahillu og hægt er að sjá vinsældarlista yfir lesnar bækur hjá jafnöldrum og öðrum í skólanum.
Læsir gerir nemendum og foreldrum kleift að halda betur utan um lestur heima á auðveldan hátt. Með því að skrá lestur í appinu geta notendur fylgst með framförum. Nemandi á að lesa 5 sinnum í viku í 15 mínútur á dag.
Appið í appstore
Appið í Google Play
|
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is