Lestrarátak

Samkvæmt lestrarstefnu skólans skal halda lestrarátök með reglulegu millibili. Nú í ársbyrjun var lestrarátaki hrundið af stað og er að einhverju leyti samtvinnað lestrarátaki Ævars vísindamanns. Lestrarátakið felst í því að nemendur á yngsta og miðstigi fá fígúru þegar ákveðnum mínútufjölda hefur verið náð. Á unglingastigi þurfa nemendur að lesa ákveðinn blaðsíðufjölda og fylla síðan út kökur í skífuriti þegar ákveðnum fjölda hefur verið náð. Nemendur hafa einnig fyllt út miða í átaki Ævars þegar þremur bókum er lokið. 

Árangurinn hjá krökkunum hefur verið frábær og á föstudaginn verður átakinu formlega lokið með stuttri lokahátíð. Átakið hófst einmitt á stuttri upphafshátíð þar sem 2. bekkur las frumsamin ljóð. Á myndinni má sjá frá því.