Lestrarátaki skólans lauk þann 6. desember

Tómas í 3. bekk les af snilld upp úr nýrri bók
Tómas í 3. bekk les af snilld upp úr nýrri bók

Nemendur hafa lesið af miklum krafti síðastliðnar þrjár vikur. Lestrarmiðum á vegg á miðsvæði hefur fjölgað mjög mikið og þarf orðið verulega töluglöggan mann að finna út fjölda lesinna bóka. Við lukum átakinu með upplestri sex nemenda úr nýjum bókum. Nemendurnir voru Tómas 3.b., Hekla 4.b., Haukur 5.b., Kolka 6., Kristrún 8.b og Sveinn 9.bekk. Þau stóðu sig öll með mikilli prýði. Og þá er bara að vona að allir nemendur fái a.m.k. eina bók í jólagjöf, vonandi þó fleiri.