Lestrarátakinu lokið

Átakið hafði staðið í rúmar 5 vikur. Nemendur á yngsta og miðstigi áttu að lesa að lágmarki í 15 mínútur á dag og fyrir hverjar 50 mínútur fengu þau miða með fígúru. Á yngsta stigi voru það teiknimyndahetjur og á miðstigi alls kyns myndir tengdar þjóðsögum, goðafræði og þess háttar. Á elsta stigi var lesturinn einstaklingsmiðaður og söfnuðu nemendur kökum við lesturinn.

Átakið gekk afar vel. Sem dæmi má nefna var að á miðstigi höfðu nemendur lesið í um 16.400 mínútur. Svo sannarlega frábær árangur og eru nemendur hvattir til að halda áfram á þessari braut.

Á lokahátíðinni lásu nemendur í 7. bekk en þeir eru að æfa sig fyrir Stóru upplestrarkeppnina en undankeppnin fer fram þann 4. mars. Á myndinni sést Halldóra Jakobína Guðmundsdóttir lesa upp. Kjartan Hafdal Ómarsson úr 7. bekk var kynnir. Þegar upplestrinum var lokið gæddu nemendur og starfsfólk sér á gamaldags vínarbrauði og kanelsnúðum sem nemendur í heimilisfræði á unglingastigi höfðu bakað. 

Virkilega notaleg og góð stund og við óskum nemendum til hamingju með frábæran árangur í átakinu.