Lestrarsprettur
Lestrarspretti Eskifjarðarskóla lauk í dag 24. nóvember. Síðustu þrjár vikur hafa nemendur lesið af miklum krafti heima og í skólanum. Þetta var fyrsti lestrarspretturinn sem var keyrður í gegnum smáforritið Læsi, sem skólinn tekur formlega upp eftir áramót. Nemendur skráðu samanlagt 26.570 mínútur í heimalestri á tímabilinu.
Í tengslum við lestrarsprettinn var smáforritið Læsi notað í prufukeyrslu. Forritið hefur reynst bæði nemendum, kennurum og foreldrum einstaklega gagnlegt. Það einfaldar skráningu á heimalestur, heldur utan um framvindu og sýnir skýrt hvort nemendur nái markmiðinu um að lesa:
5 sinnum í viku
15 mínútur á dag
Í appinu safnast lesnar bækur í rafræna bókahillu, og nemendur geta séð vinsælar bækur jafningja sinna. Þetta hefur reynst frábær hvatning og skapað aukna umræðu um lestur í skólunum.
Vel gert hjá okkar nemendum. Áfram lestur – áfram Eskifjarðarskóli!
|
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is