Lestrarsprettur 2022

Í dag lýkur lestrarspretti sem hefur staðið yfir í 3 vikur. Mismunandi áherslur og verkefni voru á hverju stigi. Markmið lestrarsprettsins er að auka enn frekar hæfni nemenda í lestri og viðhalda áhuga nemenda á bókum.

Sérstök áhersla á elsta stigi var framsögn og auka ánægju þeirra á lestri. Nemendur í 8.-10. bekkjar æfðu sig í upplestri og lásu fyrir yngri nemendur og Snillingadeild. 

Á miðstigi voru nemendur að safna orðum og telja blaðsíður í lestrarsprettinum.

Nemendur á yngsta stigi fengu pening fyrir hverja bók sem þau lásu og keyptu pizzapartý.

Lestur er bestur.