Lestrarstund skólavina í 1. og 4. bekk

Nemendur 4. bekkjar lesa fyrir 1. bekkinga
Nemendur 4. bekkjar lesa fyrir 1. bekkinga

Innan skólans er mikil áhersla á lestur og lesa allir nemendur skólans upphátt daglega. Í skólanum tíðkast jafnframt að nemendur eiga svokallaða skólavini. 1. og 4. bekkur eru vinabekkir og í morgun hittust skólavinirnir í þeim bekkjum. Hinir eldri lásu bók eða bækur fyrir þau yngri. 4. bekkingar voru búnir að undirbúa sig vel, velja bækur á bókasafni og lögðu sig virkilega fram við lesturinn.

Hugmyndin kviknaði um daginn þegar bekkirnir voru saman í lestrarstund vegna forfalla en lestrarsamstarf skólavinanna í 1. og 4. bekk mun í kjölfarið halda áfram a.m.k. 1 sinnu í viku í desember.