Litla upplestrarkeppnin

Í dag 2. maí var haldin skólahátíð þar sem nemendur 4. bekkjar æfðu sig í upplestri fyrir foreldra og ættingja í sal skólans. Nemendur stóðu sig virkilega vel að lesa og syngja en þeir geta verið stoltir af frammistöðu sinni. Auk nemenda 4. bekkjar lásu Óttar og Nanna, fulltrúar okkar úr stóru upplestrarkeppninni, nokkur ljóð. Aníta Ösp Ómarsdóttir kennari bekkjarins stýrði sínum nemendum í verkefninu. Hún segir að nemendur hafa staðið sig með eindæmum vel og gaman að fylgjast með miklum framförum nemenda í framsögn og framkomu. 

 

Til hamingju nemendur í 4. bekk með glæsilega frammistöðu.

 

Smelltu hér til að skoða myndir