Litlu jólin

Litlu jólin voru haldin í skólanum síðastliðinn mánudag. Hver bekkur byrjaði í heimastofu sinni með svokölluð stofujól en síðan hittust nemendur úr 1.-6. í salnum á litlu jólunum.

Á dagskrá voru skemmtiatriði en hver bekkur hafði undirbúið atriði. Auk þess léku nemendur úr tónlistarskólanum jólalög.

Að því loknu var dansað í kringum jólatré og bættust fjórir jólasveinar fljótlega í hópinn. Þeir leystu börnin síðan út með eplum úr poka sínum.

Á fésbókarsíðu skólans má sjá myndir frá deginum.