Litlu jólin í Eskifjarðarskóla

Litlu jólin í Eskifjarðarskóla voru haldin í dag hjá 1.-6. bekk. Við buðum elstu deild leikskólans, Snillingadeild að vera með.

Hver bekkur var með sitt atriði, dansað var í kringum jólatréið og svo komu jólasveinar í heimsókn og gáfu krökkunum pakka í tilefni dagsins. 

Hér eru nokkrar myndir frá skemmtuninni.

Nú hefst jólafrí hjá okkur og mun skólinn hefjast aftur 3.janúar skv. stundaskrá. 

 Við hér í Eskifjarðarskóla óskum ykkur gleðilegra jóla.