Ljósakassi Vísindasmiðjunnar

Styrkur fékkst til þess að gefa kassana í alla grunnskóla á landinu. Kassinn inniheldur ýmsa íhluti til verklegrar kennslu í ljósfræði: ljóskastara, skautunarsíur, leisigeisla, ljósgreiður og sitthvað fleira sem nýta má til sýnikennslu, athugana og skapandi verkefna. Flestir skólar á landinu hafa fengið kassann afhentan og í síðustu viku var röðin komin að Austurlandi. Kassarnir voru afhentir á Egilsstöðum.

Jóhanna Guðnadóttir, náttúrufræðikennari, tók við kassanum fyrir hönd skólans. 

Frekari upplýsingar um kassann má finna hér.