Nemendur á elsta stigi fengu góða heimsókn frá liðsmönnum Melbæjar. Krakkarnir höfðu nýverið lært stórskemmtilegt spil sem heitir Tía og sest var við spilaborðin ásamt fulltrúum Melbæjar og úr varð hörkukeppni á hverju spilaborði, ákafinn og gleðin réðu ríkjum við spennandi spil.
Eftir að hafa setið drjúga stund við spilin réðust úrslit á hverju borði og allir stóðu upp vel sáttir. Gestum okkar var eftir spilamennskuna boðið upp á kaffi og smákökur og einnig voru þeir leystir út með gjöf frá skólanum sem var sérhannaður spilastokkur með gildum skólans og skólasöngnum á. Nemendur nutu veitinganna einnig.
Við erum þakklátir Melbæingum heimsóknina og vonum að við getum endurtekið skemmtilegan leik við hentugt tækifæri. Tengiliðir skólans við þessa góðu heimsókn voru þau Friðrik Á. Þorvaldsson kennari og Arndís Bára aðstoðarskólastjóri
|
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is