Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kom í heimsókn í Eskifjarðarskóla miðvikudaginn 11. maí 2022.
Hann gaf sér tíma til að hitta starfsfólk skólans og ræða við það um starfið okkar.
Ásmundur fór í kennslustundina Fjölbreytni, þar sem nemendur 8.- 10. bekk glíma við margvísleg verkefni. Þar voru nemendur í hópastarfi að flytja verkefni sín. Ásmundur ræddi við þau um starfið í skólanum og hafði orð á því hvað nemendur okkar væru opin, málefnaleg og kurteis.
Að lokum sameinuðust nemendur og Ásmundur í söng og sungu ljóðið Ekkert einelti sem Guðmann Þorvaldsson kennari samdi við lagið Furðuverk.
Á leið sinni um skólann hitti Ásmundur elstu nemendur leikskólans Dalborgar, Snillingadeildina. Þau gátu sagt honum ýmsar góðar sögur eins og þeim einum er lagið. 
