Miðannarlok

Hressir krakkar í fjöruferð
Hressir krakkar í fjöruferð

Annarlok verða miðvikudaginn 12. febrúar. Þá gefst foreldrum tækifæri að hitta umsjónarkennara og ræða stöðu barna þeirra í náminu og öðrum þeim þáttum er að skólastarfi snúa.

* Viðtalstímar. Þriðjudaginn 4. febrúar opnum við fyrir að foreldrar geti skráð hentugan viðtalstíma á Mentor fyrir annarlokin. Við lokum aftur fyrir þá skráningu í lok föstudagsins 7. feb.

* Þriðjudaginn 11. febrúar, daginn fyrir annarlok, munu umsjónarkennarar fá nemendum sínum á blaði umsagnir/vitnisburð sem kennarar þeirra hafa unnið. Þá er nauðsynlegt að skoða umsagnir mjög vel með börnum sínum og undirbúa viðtalið svo það megi bera sem mestan árangur. Þennan dag verður einnig opnað fyrir hæfnikort nemenda á Mentor.

* Á annarlokadaginn verður Dvölin opin samkvæmt venju frá kl. 13:00. Einnig verður boðið upp á viðveru fyrir nemendur 1. – 4. bekkjar í skólanum frá kl. 8:00 þar sem boðið verður upp á ýmis verkefni undir stjórn starfsfólks til kl. 13:00.

* Við viljum minna á glæsilega kaffisölu 9. bekkinga sem þeir safna fyrir skólaferðalagi sínu sem farið verður í maímánuði.