Myglukönnun 4. bekkjar við Eskifjarðarskóla

Nemendur 4. bekkjar við Eskifjarðarskóla voru í náttúrufræðitímum hjá Heiði Dögg að framkvæma tilraun á því hvaða áhrif mismunandi hreinar hendur hafa á hreint brauð.

Brauðsneiðarnar voru settar í zip-lock poka og merktir með hvaða tegund hafði áhrif á brauðið.

Tilgangurinn er að sjá hvaða áhrif mismunandi yfirborð og efni hefur á hreint brauð sem geymt hefur verið jafn lengi á sama stað við sömu aðstæður. 

1. Ósnert brauð sett í poka með töngum

2. Brauð sett í poka með höndum sem voru þvegnar með sápu og vatni

3. Brauð sett í poka með óhreinum höndum

4. Brauð sett í poka með höndum sem voru sótthreinsaðar með spritti

5. Brauð sett í poka var nuddað á lyklaborð á fartölvu í skólanum.

Niðurstöðurnar voru birtar í dag og sjá má niðurstöðurnar hér: