Nemendur 10. bekkjar við Eskifjarðarskóla urðu í 2. sæti í Fjármálaleikunum.
Í ár tóku tæplega 800 nemendur þátt í 32 grunnskólum víðsvegar á landinu. Mikil keppni var um efstu sætin og stóðu margir skólar sig mjög vel.
Markmiðið með keppninni er að hvetja sem flesta nemendur til að spreyta sig á skemmtilegum spurningaleik um fjármál.
Nemendur fengu 100.000 kr í peningaverðlaun og ætla að gefa upphæðina til Barnaspítala Hringsins.
Við óskum 10. bekknum okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Nánar um úrslitin og fjármálaleikana er að finna hér.

|
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is