Nemendur í 1. bekk lesa fyrir nemendur á Snillingadeild

Leikskólinn Dalborg og Eskifjarðarskóli hafa með sér fjölþætt samstarf sem miðar að því að auðvelda nemendum að flytjast úr leikskóla í grunnskóla. Gagnkvæmar heimsóknir eru milli yngsta stigs og elsta árgangs leikskólans á hefðbundnum skóladögum og á ýmsa viðburði í skólastarfinu allan veturinn áður en nemendur leikskólans hefja skólagöngu sína.

Hluti af þessu samstarfi er að nemendur 1.bekkjar fara niður að lesa fyrir nemendur Snillingadeildar á hverjum þriðjudegi. Þá fara nokkrir nemendur úr 1.bekk niður og lesa úr lestrarbókinni sinni.

Þetta er bæði til að vekja áhuga á lestri, æfa sig að lesa upphátt fyrir aðra og koma fram. 

Nemendum beggja bekkjardeilda finnst þetta frábært og hlakka mikið til þegar röðin kemur að þeim að lesa.