Nemendur í 10. bekk gefa verðlaunaféið til Barnaspítala Hringsins

Hér má sjá hluta af 10. bekkingum ásamt þeim Benedikt, Brynjari og Heiðari Högna Guðnasyni umsjónark…
Hér má sjá hluta af 10. bekkingum ásamt þeim Benedikt, Brynjari og Heiðari Högna Guðnasyni umsjónarkennara þeirra.

 

Í morgun komu þeir Brynjar Árnason frá Íslandsbanka og Benedikt Jónsson frá Sjóvá og afhentu 10. bekk verðlaunin fyrir 2. sætið á fjármálaleikunum. Nemendur í 10. bekk hér á landi fá þá tækifæri til að taka þátt í Fjármálaleikunum og keppa í nafni síns skóla, en sá skóli sigrar sem fær hlutfallslega flest stig. Peningaverðlaun eru fyrir fyrstu þrjú sætin og hafa nemendurnir okkar þegar ákveðið að gefa verðlaunaféið sem er 100 þúsund krónur til Barnaspítala Hringsins  og fá þau mikið hrós fyrir það.