Nemendur í 3. bekk læra um eldgos

Til þess að gera námið enn áhugaverðara í augum nemenda fékk Hrefna umsjónarkennari bekkjarins Ásbjörn Guðjónsson í heimsókn. Ásbjörn bjó í Vestmannaeyjum þegar gosið varð. Hann sagði krökkunum frá því hvernig gosið hafði áhrif á hann og fjölskyldu sína og sýndi þeim myndir frá gosinu. 

Það er ómetanlegt að fá heimsóknir eins og þessar. Þær gera námið áhugaverðara og tengir efnið við raunveruleikann. Í 3. bekk verður haldið áfram með að fá fólk í heimsókn sem hefur einhverja sérþekkingu sem nýtist inn í námið.

Við þökkum Ásbirni kærlega fyrir sitt innlegg.