Ólsen ólsen

Hin árlega Ólsen ólsen keppni Eskifjarðarskóla var haldin í dag. Það er árlegur viðburður í skólanum að nemendur spila saman í lok október og í dag tóku rúmlega 140 nemendur þátt. Hver leikmaður byrjar með fimm spil á hendi og til að vinna þarf að losa sig við öll spilin. Við spiluðum í eina kennslustund og höfðum gaman af. Venjan er að eldri nemendur spila á móti yngri nemendum og skipt reglulega um mótspilara.  Keppnin tókst með afbrigðum vel og mikil keppnisharka var í nemendum sem voru ekki tilbúin að leggja frá sér spilin.