Öskudagur 2023

Það var mikið fjör í skólanum að venju á öskudaginn. Dagurinn byrjaði á söngstund í salnum þar sem nemendur hituðu raddböndin fyrir daginn. Nemenndur komu uppáklæddir í alls konar búninga, fengu förðun frá þeim eldri, spiluðu Olsen olsen og fóru í myndatöku. Nemendur lögðu svo út í vetrarveðrið og sungu sér til hita og fengu góðgæti í pokann sinn að launum. Nemendur komu svo allir saman og slógu köttinn úr tunnunni. Það var svo sannarlega fjör í dag.

Myndir frá öskudeginum