Öskudagurnn

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur að venju hjá okkur í Eskifjarðarskóla en þó örlítið öðruvísi en venjulega. Nemendur  skemmtu sér í skólanum í alls konar hópastarfi og leikjum. Fyrirtæki í bænum og ýmsar stofnanir í Fjarðabyggð sendu nemendum nammi og ýmiskonar góðgæti og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir, takk kærlega fyrir okkur.