Ræðukeppni 8. bekkjar

Frá vinstri: Sandra, María, Anton, Blædís, Thelma og Markús.
Frá vinstri: Sandra, María, Anton, Blædís, Thelma og Markús.

Nemendur 8. bekkjar hafa að undanförnu fengið leiðsögn í ræðumennsku í íslenskunámi sínu. Þeir hafa samið ræður og flutt þær fyrir bekkjarfélaga sína og fengið góð ráð um hvernig framkoma, raddbeiting og efni ræðu helst í hendur. Ræðunámskeiðinu lauk með skemmtilegri ræðukeppni þar sem sex nemendur öttu kappi saman í ræðulistinni. Ekki skemmdi það fyrir að foreldrum var boðið að koma og fylgjast með ræðum unglinga sinna og þiggja veitingar. Keppendur stóðu sig afar vel og eftir spennandi keppni hlaut María Nicole Lecka titilinn : Ræðumaður 8. bekkjar 2017 – 18. Þetta var ánægjuleg stund og nemendur fluttu góðar ræður sínar með miklum ágætum.